Innlent

Telur enga þörf á áframhaldandi varnarsamstarfi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna. MYND/Vísir

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, telur enga þörf á áframhaldandi varnarsamstarfi og er á móti því að Bandaríkjamönnum sé heitið aðstöðu hér á landi til heræfinga eða annarra umsvifa á næstu árum.

Steingrímur lagði fram bókun í utanríkismálanefnd Alþingis vegna málsins. Þar segist hann fagna því að erlendur her hverfi úr landinu. Í brottför hersins felist söguleg tækifæri til að breyta áherslum í utanríkis- og öryggismálum landsins. Hann gagnrýnir hve illa íslensk stjórnvöld hafa nýtt tímann á síðustu árum til að undirbúa breytingar sem brottför hersins hefur í för með sér. Steingrímur telur að fara hefði átt fram ítarleg rannsókn á mengun sem hersetan hefur valdið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×