Enski boltinn

Newcastle rekur Kevin Bond

Bond og Babayaro þegar að lék í lyndi
Bond og Babayaro þegar að lék í lyndi MYND/AP

Kevin Bond, aðstoðarmaður Glen Roeder knattspyrnustjóra Newcastle, hefur verið leystur frá störfum. Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana sem fram komu í heimildaþættinum Panorama á BBC í síðustu viku. Bond var ráðinn til starfa í júlí mánuði síðastliðnum.

Í yfirlýsingu til bresku kauphallarinnar kemur eftirfarandi fram: "Newcastle United hefur leyst Kevin Bond undan samningi. Félagið hefur ekkert meira um málið að segja."

Í Panorama þættinum er spiluð símaupptaka þar sem Bond, þá á mála hjá Portsmouth, ræðir við fulltrúa gervi umboðsskrifstofu um möguleikann á að fá greiðslur frá skrifstofunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×