Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við 30. júní 2006 15:04 Ólafur Þórðarson hefur stýrt Skagamönnum síðan árið 1999 Mynd/Valli Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Yfirlýsing frá Rekstrarfélagi meistara- og 2. flokks Knattspyrnufélags ÍAStjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA og Ólafur Þórðarson hafa komist að samkomulagi þess efnis að Ólafur hætti þjálfun liðsins sem hann hefur gert með góðum árangri frá árinu 1999. Stjórn rekstrarfélagsins vill þakka Ólafi kærlega fyrir farsælt og óeigingjarnt starf fyrir félagið og hefur hann sýnt það í verki á undanförnum árum að hann ber ávallt hag félagsins fyrir brjósti.Það er von stjórnar félagsins að þær breytingar sem nú verða muni leiða til þess að liðið nái þeim styrk og getu sem í því býr. Stjórnin skorar nú á alla leikmenn, stuðningsmenn og velunnara liðsins að aðstoða okkur í þeirri grimmilegu baráttu sem framundan er. Oft hefur verið þörf en nú er algjör nauðsyn.Stjórn félagsins hefur fengið þá Arnar og Bjarki Gunnlaugssyni til að taka við þjálfun liðsins til loka móts og munu þeir taka við því starfi frá og með deginum í dag.Stjórn Rekstrarfélags meistara- og 2. flokks ÍA vill að endingu þakka Ólafi enn og aftur fyrir sitt framlag fyrir félagið um leið og það óskar þeim bræðrum alls hins besta við stjórnun liðsins. Yfirlýsing frá Ólafi ÞórðarsyniAð vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vil ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar.Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu.Fótboltakveðja Ólafur Þórðarson
Íslenski boltinn Fréttir Innlendar Innlent Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira