Vill ekki verða steinn í veggnum 19. júní 2006 15:00 Fyrrverandi Pink Floyd meðlimurinn Roger Waters, sem mánudaginn 12. júní spilaði fyrir um 15.000 Íslendinga í Egilshöll, hefur aflýst fyrirhugðum tónleikum sínum í Tel Aviv í Ísrael og fært þá í friðarþorpið Neve Shalom/Wahat al-Salam sem byggt er bæði byggt Palestínumönnum og Ísraelum. Með þessu er Waters að bregðast við áskorun palestínskra mannréttindasamtaka sem hlotið hefur stuðning félagasamtaka víða um heim, m.a. hjá samtökum Ísraela sem neita að gegna herþjónustu á palestínsku herteknu svæðunum, þar sem skorað var á rokkstjörnuna og höfund lagsins "Another Brick in the Wall" að sýna í verki andstöðu sína við byggingu Aðskilnaðarmúrsins sem verið er að reisa á herteknu palestínsku landi í trássi við alþjóðalög og úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag. Roger Waters hefur um nokkurt skeið verið yfirlýstur andstæðingur byggingu Aðskilnaðarmúrsins og hernámsstefnu Ísraela í Palestínu. Eftir að Alþjóðadómstóllinn i Haag felldi þann úrskurð árið 2004 að bygging múrsins væri ólögleg, hana ætti að stöðva þegar í stað og að borga ætti fórnarlömbum múrsins skaðabættur lýsti Waters yfir stuðningi við átak 'War on Want' hópsins í Bretlandi gegn Aðskilnaðarmúrnum. Við það tækifæri sagði hann meðal annars að múrinn eyðilegði efnahagslíf Palestínumanna, kæmi í veg fyrir að börn kæmust í skóla, að veikir gætu nýtt sér heilbrigðisþjónustu og að hann vonaðist til að sem flestir tækju þátt í baráttunni gegn múrnum. "The poverty inflicted by the wall has been devastating for Palestinians. It has kept children from their schools, the sick from proper medical care and continues to destroy the Palestinian economy. I fully support War on Want's campaign, and hope that as many people as possible sign the wall - as a strong message to the UK government that immediate action is essential." (http://www.waronwant.org/?lid=8424) Roger Waters hefur ákveðið að aflýsa tónleikum sínum í Tel Aviv fimmtudaginn 22. júní - en ætlar í staðinn að halda tónleika sama dag í friðarþorpinu Neve Shalom/Wahat al-Salam sem staðsett er á milli Tel Aviv og Jerúsalem og er byggt bæði Ísraelum og Palestínumönnum. Í tilkynningu segir Waters að erfitt sé fyrir okkur Vesturlandabúa að skilja þjáningar Palestínumanna sem lifað hafa undir ísraelsku hernámi í 40 ár og að hann styðji baráttu þeirra fyrir frelsi. "Ég hef fært tónleikana til Neve Shalom/Wahat al-Salam til að sýna samstöðu með rödd skynseminnar, hjá bæði Palestínumönnum og Ísraelum, sem með friðasamlegum leiðum berjast fyrir friði". "The suffering endured by the Palestinian people during the Israeli occupation of the last 40 years is unimaginable to us living in the west and I support them in their struggle to be free. I have moved the concert to Neve Shalom/Wahat al Salam as a gesture of solidarity with those voices of reason, both Palestinian and Israeli, that seek a non-violent route to a just peace." (http://www.waronwant.org/?lid=11955) Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Fyrrverandi Pink Floyd meðlimurinn Roger Waters, sem mánudaginn 12. júní spilaði fyrir um 15.000 Íslendinga í Egilshöll, hefur aflýst fyrirhugðum tónleikum sínum í Tel Aviv í Ísrael og fært þá í friðarþorpið Neve Shalom/Wahat al-Salam sem byggt er bæði byggt Palestínumönnum og Ísraelum. Með þessu er Waters að bregðast við áskorun palestínskra mannréttindasamtaka sem hlotið hefur stuðning félagasamtaka víða um heim, m.a. hjá samtökum Ísraela sem neita að gegna herþjónustu á palestínsku herteknu svæðunum, þar sem skorað var á rokkstjörnuna og höfund lagsins "Another Brick in the Wall" að sýna í verki andstöðu sína við byggingu Aðskilnaðarmúrsins sem verið er að reisa á herteknu palestínsku landi í trássi við alþjóðalög og úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag. Roger Waters hefur um nokkurt skeið verið yfirlýstur andstæðingur byggingu Aðskilnaðarmúrsins og hernámsstefnu Ísraela í Palestínu. Eftir að Alþjóðadómstóllinn i Haag felldi þann úrskurð árið 2004 að bygging múrsins væri ólögleg, hana ætti að stöðva þegar í stað og að borga ætti fórnarlömbum múrsins skaðabættur lýsti Waters yfir stuðningi við átak 'War on Want' hópsins í Bretlandi gegn Aðskilnaðarmúrnum. Við það tækifæri sagði hann meðal annars að múrinn eyðilegði efnahagslíf Palestínumanna, kæmi í veg fyrir að börn kæmust í skóla, að veikir gætu nýtt sér heilbrigðisþjónustu og að hann vonaðist til að sem flestir tækju þátt í baráttunni gegn múrnum. "The poverty inflicted by the wall has been devastating for Palestinians. It has kept children from their schools, the sick from proper medical care and continues to destroy the Palestinian economy. I fully support War on Want's campaign, and hope that as many people as possible sign the wall - as a strong message to the UK government that immediate action is essential." (http://www.waronwant.org/?lid=8424) Roger Waters hefur ákveðið að aflýsa tónleikum sínum í Tel Aviv fimmtudaginn 22. júní - en ætlar í staðinn að halda tónleika sama dag í friðarþorpinu Neve Shalom/Wahat al-Salam sem staðsett er á milli Tel Aviv og Jerúsalem og er byggt bæði Ísraelum og Palestínumönnum. Í tilkynningu segir Waters að erfitt sé fyrir okkur Vesturlandabúa að skilja þjáningar Palestínumanna sem lifað hafa undir ísraelsku hernámi í 40 ár og að hann styðji baráttu þeirra fyrir frelsi. "Ég hef fært tónleikana til Neve Shalom/Wahat al-Salam til að sýna samstöðu með rödd skynseminnar, hjá bæði Palestínumönnum og Ísraelum, sem með friðasamlegum leiðum berjast fyrir friði". "The suffering endured by the Palestinian people during the Israeli occupation of the last 40 years is unimaginable to us living in the west and I support them in their struggle to be free. I have moved the concert to Neve Shalom/Wahat al Salam as a gesture of solidarity with those voices of reason, both Palestinian and Israeli, that seek a non-violent route to a just peace." (http://www.waronwant.org/?lid=11955)
Lífið Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira