Nýjar meirihlutastjórnir að taka á sig mynd 28. maí 2006 19:44 Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum. Meirihlutinn í bæjarstjórn féll í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins í kosningunum í gær og er höfuðborgin þeirra á meðal. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í Mosfellsbæ. Þar hafa fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir reynsluna hafa sýnt að þessum flokkum hafi gengið vel að vinna saman. Flokkarnir voru saman í meirihluta á árunum 1994 til 2002 og þeir hafa starfað vel saman í minnihluta síðustu fjögur árin. Í Árborg féll meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Forystumenn fylkinganna ætla þó að freista þess að halda meirihlutanum með því að fá eina mann Vinstri-grænna í lið með sér. Viðræður hafa átt sér stað á milli þeirra í dag og halda þær áfram á morgun. Takist samningar þýðir það að Sjálfstæðisflokkurinn verður einn í minnihluta í Árborg. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn. Gunnar Sigurðsson, oddviti, Sjálfstæðisflokksins segir þá hafa rætt við alla nema Samfylkinguna og er hann bjartsýnn á að einhver mynd verið komin á nýja bæjarstjórn fljótlega. Sjálfstæðismenn þurfa ekki nema einn af flokkunum í lið með sér til að mynda meirihluta. Á Akureyri féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, sagði í samtali við NFS að þeir ættu í viðræðum við Vinstri-græna og L-lista fólksins um myndun nýs meirihluta. Í Kópavogi hélt meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins velli. Framsóknarflokkurinn tapaði þó tveimur mönnum og hefur nú aðeins einn mann. Samkvæmt heimildum NFS er vilji fyrir því innan bæjarfulltrúahóps Sjálfstæðismanna að halda samstarfinu áfram.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira