Detroit Pistons tapaði afar óvænt öðrum leik sínum í röð í NBA deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá fyrir lágt skrifuðu liði Atlanta Hawks 99-98. Tayshaun Prince skoraði 29 stig fyrir Detroit, en Joe Johnson skoraði sömuleiðis 29 stig fyrir Atlanta. Þetta var í fyrsta sinn sem Detroit tapar tveimur leikjum í röð í vetur.
LA Clippers lagði New York 85-82 á útivelli. Malik Rose skoraði 23 stig fyrir New York, en Elton Brand skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Clippers.
Dallas vann auðveldan sigur á LA Lakers 102-87. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst hjá Dallas en Brian Cook skoraði 28 stig fyrir Lakers.
Loks lagði Sacramento liði Memphis á heimavelli sínum 104-96. Bobby Jackson skoraði 24 stig fyrir Memphis gegn sínum gömlu félögum, en Brad Miller og Kevin Martin skoruðu 22 hvor í liði Sacramento