Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta nú kl. 15. Arsenal er í 7. sæti deildarinnar með 41 stig, fimm stigum á eftir Tottenham sem er í 4. sæti en liðin berjast nú grimmilega um það sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Heiðar og félagar í Fulham eru í 14. sæti deildarinnar, en þó ekki nema níu stigum á eftir Arsenal.
Heiðar í byrjunarliðinu gegn Arsenal

Mest lesið





United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn



Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn

