Þýðingarnar reifaðar 12. desember 2006 08:00 Guðni Kolbeinsson þýðandi Ræðir ævintýrabækurnar um Eragon. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gengst fyrir stuttri fyrirlestraröð um þýðingar nú fyrir jólin. Í dag halda þýðendurnir Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson erindi í Lögbergi, stofu 101. Guðni fjallar um þýðingu sína á ævintýrabókunum um Eragon en nýlega kom út önnur bókin, Öldungurinn, um þann mikla kappa. Höfundur bókanna, Christopher Paolini, hóf að skrifa bækur aðeins sautján ára gamall og hefur komið á óvart hversu þroskuð skrif hans eru. Þýðingar á barna- og unglingabókum eru ekki síður krefjandi og fáir sem státa af jafnmikilli reynslu í því og Guðni Kolbeinsson. Guðlaugur Bergmundsson þýddi sakamálasöguna Krossmessu eftir færeyska rithöfundinn Jógvan Isaksen. Í Krossmessu tekur blaðamaðurinn Hannis Martinsson að sér að rannsaka morð á tveimur ungum breskum umhverfisverndarsinnum sem fundust látnir innan um dauða grindhvali í Þórshöfn. Krossmessa er æsispennandi og vekur upp spurningar um stöðu smáríkja og rétt þeirra til að nýta náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Krossmessa var mest selda bókin í Færeyjum 2005. Guðlaugur skýrir frá viðureign sinni við þýðinguna og hvernig er að þýða af svo skyldu tungumáli sem færeyskan er. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 16.30 og eru öllum opnir. Áhugafólk um þýðingar er hvatt til þess að mæta. Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gengst fyrir stuttri fyrirlestraröð um þýðingar nú fyrir jólin. Í dag halda þýðendurnir Guðni Kolbeinsson og Guðlaugur Bergmundsson erindi í Lögbergi, stofu 101. Guðni fjallar um þýðingu sína á ævintýrabókunum um Eragon en nýlega kom út önnur bókin, Öldungurinn, um þann mikla kappa. Höfundur bókanna, Christopher Paolini, hóf að skrifa bækur aðeins sautján ára gamall og hefur komið á óvart hversu þroskuð skrif hans eru. Þýðingar á barna- og unglingabókum eru ekki síður krefjandi og fáir sem státa af jafnmikilli reynslu í því og Guðni Kolbeinsson. Guðlaugur Bergmundsson þýddi sakamálasöguna Krossmessu eftir færeyska rithöfundinn Jógvan Isaksen. Í Krossmessu tekur blaðamaðurinn Hannis Martinsson að sér að rannsaka morð á tveimur ungum breskum umhverfisverndarsinnum sem fundust látnir innan um dauða grindhvali í Þórshöfn. Krossmessa er æsispennandi og vekur upp spurningar um stöðu smáríkja og rétt þeirra til að nýta náttúruauðlindir sínar á sjálfbæran hátt. Krossmessa var mest selda bókin í Færeyjum 2005. Guðlaugur skýrir frá viðureign sinni við þýðinguna og hvernig er að þýða af svo skyldu tungumáli sem færeyskan er. Fyrirlestrarnir hefjast kl. 16.30 og eru öllum opnir. Áhugafólk um þýðingar er hvatt til þess að mæta.
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira