Fuglaflensa ekki í fuglum húsdýragarðsins 25. nóvember 2006 19:15 Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu. Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Sýni, sem tekin voru úr þeim tugum fugla sem lógað var í fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrr í vikunni, sýna að dýrin voru ekki sýkt af fuglaflensu. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir vill þó ekki meina að dýrin hafi verið aflífuð að ástæðulausu. Hann segir þessa aðferð hafa verið ráðlagða af alþjóðadýraheilbrigðismálastofnuninni eftir að mótefni fannst í fjórum fullorðnum landnámshænum í garðinum. Á sjöunda tug fugla var fargað í kjölfarið. Hann segir að tjónið verði bætt fjárhagslega og fuglastofnarnir verði endurnýjaðir.Niðurstöður rannsóknanna verða til þess að Sigurerninum verður sleppt í Grundarfirði á morgun klukkan eitt.Í dag var hið banvæna afbrigði H5N1 fuglaflensunnar staðfest í Suður Kóreu. Rúmlega sex þúsund fuglar drápust og slátra þurfti tæplega sjö þúsundum til viðbótar á fuglabúi í Iksan, sem er tvö 250 kílómetra suður af Seoul. Rannsóknir úr sýnum munu leiða í ljós hversu smitandi flensan er, en nú hefur verið ákveðið að farga tæplega þrjú hundruð þúsund alifuglum í landinu. Japanir hafa hætt innflutningi á fuglakjöti frá Suður Kóreu af ótta við að flensan breiðist út.H5N1 vírusinn kom fyrst upp á kjúklingabúum í Asíu seint á árinu 2003 og á annað hundrað manns víða um heim hafa látist. Á þessu ári hafa þrír látist af af völdum flensunnar. Flest tilfelli hafa komið upp i Austur Asíu, en tilfelli hafa komið upp víðar í álfunni, í miðausturlöndum, Afríku og í flestum Evrópulöndum, meðal annars í Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi.Afbrigðið er að mestu bundið við fugla, en óttast er að veiran geti stökkbreyst og orðið að heimsfaraldri þar sem líf milljóna manna gæti verið í hættu.
Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira