Valur samþykkti tilboð Häcken 4. ágúst 2006 16:30 ari freyr skúlason Af öllum líkindum á leið til Häcken í Svíþjóð. MYND/Stefán Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Kaupverð Ara Freys er ekki gefið upp en Ótthar staðfesti að það hafi verið sanngjarnt. "Jú, það var sanngjarnt. Annars hefðum við ekki tekið því." Aðspurður segir Ótthar að það hafi verið erfitt að ætla að halda Ara Frey hér á landi. "Það er óhjákvæmilegt að hann fari út, hann hefur vakið það mikla athygli. Enda munum við aldrei koma í veg fyrir að strákar eins og Ari Freyr uppfylli drauma sína um atvinnumennsku. Svona er lífið, við hefðum gjarnan viljað halda honum lengur enda afburða knattspyrnumaður á ferð sem á framtíðina fyrir sér. En þetta er auðvitað allt háð því að samningar náist milli hans og félagsins." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja forráðamenn Häcken semja við Ara Frey út leiktíðina 2010. Ekki er ólíklegt að frá þeim málum verði gengið nú á allra næstu dögum og að Ari Freyr haldi þá um leið út til Svíþjóðar og taki þátt í fallbaráttu liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en eins og er er liðið í þriðja neðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki. Ef Ari Freyr gengur frá samningum við Häcken verður það sjötta úrvalsdeildarliðið í Svíþjóð sem hefur einn eða fleiri Íslending í sínum röðum. Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira
Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Häcken hafa komist að samkomulagi um kaupverð á miðvallarleikmanninnum unga, Ara Frey Skúlasyni, sem slegið hefur í gegn með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta staðfesti Ótthar Edvardsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fréttablaðið í gær. Ari Freyr og fulltrúi sænska liðsins, sem staddur var hér á landi í gær, eiga þó eftir að komast að samkomulagi um kaup og kjör sem og lengd samningsins. Kaupverð Ara Freys er ekki gefið upp en Ótthar staðfesti að það hafi verið sanngjarnt. "Jú, það var sanngjarnt. Annars hefðum við ekki tekið því." Aðspurður segir Ótthar að það hafi verið erfitt að ætla að halda Ara Frey hér á landi. "Það er óhjákvæmilegt að hann fari út, hann hefur vakið það mikla athygli. Enda munum við aldrei koma í veg fyrir að strákar eins og Ari Freyr uppfylli drauma sína um atvinnumennsku. Svona er lífið, við hefðum gjarnan viljað halda honum lengur enda afburða knattspyrnumaður á ferð sem á framtíðina fyrir sér. En þetta er auðvitað allt háð því að samningar náist milli hans og félagsins." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vilja forráðamenn Häcken semja við Ara Frey út leiktíðina 2010. Ekki er ólíklegt að frá þeim málum verði gengið nú á allra næstu dögum og að Ari Freyr haldi þá um leið út til Svíþjóðar og taki þátt í fallbaráttu liðsins í sænsku úrvalsdeildinni en eins og er er liðið í þriðja neðsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir þrettán leiki. Ef Ari Freyr gengur frá samningum við Häcken verður það sjötta úrvalsdeildarliðið í Svíþjóð sem hefur einn eða fleiri Íslending í sínum röðum.
Íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Sjá meira