Chelsea tapaði 3-0 fyrir Middlesbrough á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag og er þetta stærsta tap liðsins í deildinni undir stjórn Jose Mourinho. Heiðar Helguson skoraði tvö mörk fyrir Fulham í 6-1 sigri liðsins á West Brom. Arsenal náði jafntefli við Bolton með marki á síðustu mínútu leiksins.
Newcastle lagði Aston Villa 2-1 á útivelli og Everton vann Blackburn 1-0. Leikur Portsmouth og Manchester United hefst klukkan 17:15.