ÍBV fellur og fjögur önnur lið eru í hættu 10. september 2006 11:00 Ólíkt hlutskipti. Baldur Aðalsteinsson úr Val tæklar hér Fylkismanninn Arnar Þór Úlfarsson en Kristinn Hafliðason fylgist með. Valur er í baráttu um Evrópusæti en Fylkismenn eru enn í talsverðri fallhættu. MYND/Anton Brink Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Nær Dinkins að svara fyrir sig? Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira