Lokað um Hvalnes- og Þvottárskriður

Vegurinn um Hvalnes- og Þvottárskriðum á Austfjörðum er lokaður eftir að grjót fór að hrynja á hann í gærkvöldi. Ekki er vitað til að það hafi fallið á bíla en tveir litlir rútubílar skemmdust eitthvað í grjót- og sandfoki skammt frá Hvalnesskriðum í gærkvöldi. Ekki er talið óhætt að ryðja veginn fyrr en bjart er orðið og hægt að kanna ástand hlíðarinnar fyrir ofan veginn.