Hekla tilbúin að gjósa 29. ágúst 2006 18:49 Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla hefur verið afar virk á undanförnum áratugum, svo virk að hæstu hlíðar fjallsins sem og hátindur eru meira og minna snjólaus nú í ágústmánuði, sem er einstakt fyrir svo hátt fjall hérlendis. Hún gaus síðast í febrúarmánuði árið 2000, fyrir sex árum. Þar áður árin 1991, 1981, 1980, 1970 og 1947. Nú eru ýmsar vísbendingar um að Hekla gæti farið að láta kræla á sér á ný. Mælar vísindamanna sýna breytingar í jarðskorpunni undir eldfjallinu og á yfirborði í nágrenni þess má sjá merki sem menn hafa í gegnum aldir talið vera fyrirboða hræringa. Minnkandi vatnsrennsli í lækjum og lindum nærri eldstöðinni hafa menn sett í samhengi við landris og er lindin við bæinn Selsund einna kunnust hvað þetta varðar. Nú horfir svo við að hún er orðin vatnslaus. Heimafólk á bænum vill þó fara varlega í að túlka hvað valdi, og tengja allt eins snjóléttum vetri. Jarðskjálftamælir er á Selsundi en það sem vísindamenn telja athyglisverðast eru hallabreytingar í jarðskorpu nærri fjallinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta þýða að kvikuhólf sé að hlaða sig. Hann segir að nægur þrýstingur hafi nú safnast fyrir í kvikuhólfinu til að gos geti hafist. Hekla sé tilbúin að gjósa. Páll segir þetta þó ekki boða að gos sé yfirvofandi heldur geti allt eins liðið einhver ár. Hugsanlegt sé að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla er vinsæl meðal göngufólks. Í ljósi þessara aðstæðna má spyrja hvort líkja megi fjallgöngu á þetta virka eldfjall við rússneska rúllettu. Páll Einarsson segir að hver og einn verði að meta áhættuna fyrir sig. Ljóst sé þó að Hekla sé tilbúin. Hann segir að fyrirvari á Heklugosi verði afar skammur, í mesta lagi hálf til ein klukkustund. Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla hefur verið afar virk á undanförnum áratugum, svo virk að hæstu hlíðar fjallsins sem og hátindur eru meira og minna snjólaus nú í ágústmánuði, sem er einstakt fyrir svo hátt fjall hérlendis. Hún gaus síðast í febrúarmánuði árið 2000, fyrir sex árum. Þar áður árin 1991, 1981, 1980, 1970 og 1947. Nú eru ýmsar vísbendingar um að Hekla gæti farið að láta kræla á sér á ný. Mælar vísindamanna sýna breytingar í jarðskorpunni undir eldfjallinu og á yfirborði í nágrenni þess má sjá merki sem menn hafa í gegnum aldir talið vera fyrirboða hræringa. Minnkandi vatnsrennsli í lækjum og lindum nærri eldstöðinni hafa menn sett í samhengi við landris og er lindin við bæinn Selsund einna kunnust hvað þetta varðar. Nú horfir svo við að hún er orðin vatnslaus. Heimafólk á bænum vill þó fara varlega í að túlka hvað valdi, og tengja allt eins snjóléttum vetri. Jarðskjálftamælir er á Selsundi en það sem vísindamenn telja athyglisverðast eru hallabreytingar í jarðskorpu nærri fjallinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta þýða að kvikuhólf sé að hlaða sig. Hann segir að nægur þrýstingur hafi nú safnast fyrir í kvikuhólfinu til að gos geti hafist. Hekla sé tilbúin að gjósa. Páll segir þetta þó ekki boða að gos sé yfirvofandi heldur geti allt eins liðið einhver ár. Hugsanlegt sé að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla er vinsæl meðal göngufólks. Í ljósi þessara aðstæðna má spyrja hvort líkja megi fjallgöngu á þetta virka eldfjall við rússneska rúllettu. Páll Einarsson segir að hver og einn verði að meta áhættuna fyrir sig. Ljóst sé þó að Hekla sé tilbúin. Hann segir að fyrirvari á Heklugosi verði afar skammur, í mesta lagi hálf til ein klukkustund.
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira