Hekla tilbúin að gjósa 29. ágúst 2006 18:49 Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla hefur verið afar virk á undanförnum áratugum, svo virk að hæstu hlíðar fjallsins sem og hátindur eru meira og minna snjólaus nú í ágústmánuði, sem er einstakt fyrir svo hátt fjall hérlendis. Hún gaus síðast í febrúarmánuði árið 2000, fyrir sex árum. Þar áður árin 1991, 1981, 1980, 1970 og 1947. Nú eru ýmsar vísbendingar um að Hekla gæti farið að láta kræla á sér á ný. Mælar vísindamanna sýna breytingar í jarðskorpunni undir eldfjallinu og á yfirborði í nágrenni þess má sjá merki sem menn hafa í gegnum aldir talið vera fyrirboða hræringa. Minnkandi vatnsrennsli í lækjum og lindum nærri eldstöðinni hafa menn sett í samhengi við landris og er lindin við bæinn Selsund einna kunnust hvað þetta varðar. Nú horfir svo við að hún er orðin vatnslaus. Heimafólk á bænum vill þó fara varlega í að túlka hvað valdi, og tengja allt eins snjóléttum vetri. Jarðskjálftamælir er á Selsundi en það sem vísindamenn telja athyglisverðast eru hallabreytingar í jarðskorpu nærri fjallinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta þýða að kvikuhólf sé að hlaða sig. Hann segir að nægur þrýstingur hafi nú safnast fyrir í kvikuhólfinu til að gos geti hafist. Hekla sé tilbúin að gjósa. Páll segir þetta þó ekki boða að gos sé yfirvofandi heldur geti allt eins liðið einhver ár. Hugsanlegt sé að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla er vinsæl meðal göngufólks. Í ljósi þessara aðstæðna má spyrja hvort líkja megi fjallgöngu á þetta virka eldfjall við rússneska rúllettu. Páll Einarsson segir að hver og einn verði að meta áhættuna fyrir sig. Ljóst sé þó að Hekla sé tilbúin. Hann segir að fyrirvari á Heklugosi verði afar skammur, í mesta lagi hálf til ein klukkustund. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla hefur verið afar virk á undanförnum áratugum, svo virk að hæstu hlíðar fjallsins sem og hátindur eru meira og minna snjólaus nú í ágústmánuði, sem er einstakt fyrir svo hátt fjall hérlendis. Hún gaus síðast í febrúarmánuði árið 2000, fyrir sex árum. Þar áður árin 1991, 1981, 1980, 1970 og 1947. Nú eru ýmsar vísbendingar um að Hekla gæti farið að láta kræla á sér á ný. Mælar vísindamanna sýna breytingar í jarðskorpunni undir eldfjallinu og á yfirborði í nágrenni þess má sjá merki sem menn hafa í gegnum aldir talið vera fyrirboða hræringa. Minnkandi vatnsrennsli í lækjum og lindum nærri eldstöðinni hafa menn sett í samhengi við landris og er lindin við bæinn Selsund einna kunnust hvað þetta varðar. Nú horfir svo við að hún er orðin vatnslaus. Heimafólk á bænum vill þó fara varlega í að túlka hvað valdi, og tengja allt eins snjóléttum vetri. Jarðskjálftamælir er á Selsundi en það sem vísindamenn telja athyglisverðast eru hallabreytingar í jarðskorpu nærri fjallinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta þýða að kvikuhólf sé að hlaða sig. Hann segir að nægur þrýstingur hafi nú safnast fyrir í kvikuhólfinu til að gos geti hafist. Hekla sé tilbúin að gjósa. Páll segir þetta þó ekki boða að gos sé yfirvofandi heldur geti allt eins liðið einhver ár. Hugsanlegt sé að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla er vinsæl meðal göngufólks. Í ljósi þessara aðstæðna má spyrja hvort líkja megi fjallgöngu á þetta virka eldfjall við rússneska rúllettu. Páll Einarsson segir að hver og einn verði að meta áhættuna fyrir sig. Ljóst sé þó að Hekla sé tilbúin. Hann segir að fyrirvari á Heklugosi verði afar skammur, í mesta lagi hálf til ein klukkustund.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira