Hekla tilbúin að gjósa 29. ágúst 2006 18:49 Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla hefur verið afar virk á undanförnum áratugum, svo virk að hæstu hlíðar fjallsins sem og hátindur eru meira og minna snjólaus nú í ágústmánuði, sem er einstakt fyrir svo hátt fjall hérlendis. Hún gaus síðast í febrúarmánuði árið 2000, fyrir sex árum. Þar áður árin 1991, 1981, 1980, 1970 og 1947. Nú eru ýmsar vísbendingar um að Hekla gæti farið að láta kræla á sér á ný. Mælar vísindamanna sýna breytingar í jarðskorpunni undir eldfjallinu og á yfirborði í nágrenni þess má sjá merki sem menn hafa í gegnum aldir talið vera fyrirboða hræringa. Minnkandi vatnsrennsli í lækjum og lindum nærri eldstöðinni hafa menn sett í samhengi við landris og er lindin við bæinn Selsund einna kunnust hvað þetta varðar. Nú horfir svo við að hún er orðin vatnslaus. Heimafólk á bænum vill þó fara varlega í að túlka hvað valdi, og tengja allt eins snjóléttum vetri. Jarðskjálftamælir er á Selsundi en það sem vísindamenn telja athyglisverðast eru hallabreytingar í jarðskorpu nærri fjallinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta þýða að kvikuhólf sé að hlaða sig. Hann segir að nægur þrýstingur hafi nú safnast fyrir í kvikuhólfinu til að gos geti hafist. Hekla sé tilbúin að gjósa. Páll segir þetta þó ekki boða að gos sé yfirvofandi heldur geti allt eins liðið einhver ár. Hugsanlegt sé að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla er vinsæl meðal göngufólks. Í ljósi þessara aðstæðna má spyrja hvort líkja megi fjallgöngu á þetta virka eldfjall við rússneska rúllettu. Páll Einarsson segir að hver og einn verði að meta áhættuna fyrir sig. Ljóst sé þó að Hekla sé tilbúin. Hann segir að fyrirvari á Heklugosi verði afar skammur, í mesta lagi hálf til ein klukkustund. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla hefur verið afar virk á undanförnum áratugum, svo virk að hæstu hlíðar fjallsins sem og hátindur eru meira og minna snjólaus nú í ágústmánuði, sem er einstakt fyrir svo hátt fjall hérlendis. Hún gaus síðast í febrúarmánuði árið 2000, fyrir sex árum. Þar áður árin 1991, 1981, 1980, 1970 og 1947. Nú eru ýmsar vísbendingar um að Hekla gæti farið að láta kræla á sér á ný. Mælar vísindamanna sýna breytingar í jarðskorpunni undir eldfjallinu og á yfirborði í nágrenni þess má sjá merki sem menn hafa í gegnum aldir talið vera fyrirboða hræringa. Minnkandi vatnsrennsli í lækjum og lindum nærri eldstöðinni hafa menn sett í samhengi við landris og er lindin við bæinn Selsund einna kunnust hvað þetta varðar. Nú horfir svo við að hún er orðin vatnslaus. Heimafólk á bænum vill þó fara varlega í að túlka hvað valdi, og tengja allt eins snjóléttum vetri. Jarðskjálftamælir er á Selsundi en það sem vísindamenn telja athyglisverðast eru hallabreytingar í jarðskorpu nærri fjallinu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta þýða að kvikuhólf sé að hlaða sig. Hann segir að nægur þrýstingur hafi nú safnast fyrir í kvikuhólfinu til að gos geti hafist. Hekla sé tilbúin að gjósa. Páll segir þetta þó ekki boða að gos sé yfirvofandi heldur geti allt eins liðið einhver ár. Hugsanlegt sé að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. Hekla er vinsæl meðal göngufólks. Í ljósi þessara aðstæðna má spyrja hvort líkja megi fjallgöngu á þetta virka eldfjall við rússneska rúllettu. Páll Einarsson segir að hver og einn verði að meta áhættuna fyrir sig. Ljóst sé þó að Hekla sé tilbúin. Hann segir að fyrirvari á Heklugosi verði afar skammur, í mesta lagi hálf til ein klukkustund.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira