Ljósmyndir í Skotinu 10. ágúst 2006 17:45 Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Fimmtudaginn 3. ágúst opnði Hildur Margrétardóttir, myndlistarmaður, sýningu á ljósmyndum í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Myndröðinni er varpað úr skjávarpa á vegg og mynda þær lifandi flæði og frásögn. Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Hún segir vinnuaðferð sína byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að. Með þessum frásagnarhætti vill Hildur sýna fram á fagurfræði hins daglega lífs, sem við hugsanlega tökum ekki eftir í amstri daganna, ef til vill vegna þess að sú fagurfræði er okkur svo gjörkunnug að við gleymum að horfa á hana og hættum þar af leiðandi að skynja hana. Horfum án þess að sjá. Í kringum okkur eiga sér sífellt stað atburðir sem eru í sjálfu sér stórkostlegir og á stundum nánast guðdómlegir, án þess að við beinum athygli okkar að þeim. Þannig gætum við misst af atvikum sem hafa afl til að veita okkur innblástur og endurnýjun í hversdagsleikanum, geta fyllt okkur nýrri tegund af fagurfræði. Hildur ljósmyndar iðulega rými innan heimilis eða fólk við daglega iðju sína og leitast í myndunum við að fanga augnablik þar sem viðvera manneskjunnar er sterk þrátt fyrir að hún sé stundum ekki innan ramma myndarinnar eða vart greinanleg. Með því opnast túlkunarmöguleikar um tilgang myndarinnar, en einnig gefst tækifæri til að einbeita sjón sinni að rýminu og hlutum innan þess og velta fyrir sér hvaða athafnir hafi átt sér stað eða eiga eftir að eiga sér stað. Reynsluheimur áhorfandans fær að njóta sína við að fylla upp í frásögn myndarinnar og hann fær frelsi til túlkunar eftir eigin höfði og hugarástandi. Hildur Margrétardóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1999 og tók meistaragráðu í myndlist árið 2005 frá The Slade School of Fine Art, Englandi. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Auk ljósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvikmyndir og gjörninga. Myndirnar eru teknar á Hasselblad 500C, medium format. Sjá nánar á http://www.hildur.comSkotið er nýr sýningakostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Markmiðið með þessari nýjung er að kynna hina margvíslegu þætti ljósmyndunar, jafnt landslagsljósmyndun, portrettljósmyndun, blaðaljósmyndun eða ljósmyndun sem myndlist. Tilgangurinn er einnig að bjóða upp á aukið sýningarrými og gefa fleiri ljósmyndurum og listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn kost á að koma verkum sínum á framfæri. Ljósmyndunum er varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stóran vegg og mynda flæði ljósmynda. Lífið Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Fimmtudaginn 3. ágúst opnði Hildur Margrétardóttir, myndlistarmaður, sýningu á ljósmyndum í Skotinu, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Myndröðinni er varpað úr skjávarpa á vegg og mynda þær lifandi flæði og frásögn. Hildur Margrétardóttir er myndlistarmaður sem vinnur iðulega með ljósmyndir og hefur í þeim kosið hófstemmda aðferð til að segja frá athöfnum sem við fyrstu sýn virðast hversdagslegar og kunnuglegar. Hún segir vinnuaðferð sína byggjast á löngun til að segja frá, gerast sögumaður um atburði sem hún hefur orðið vitni að. Með þessum frásagnarhætti vill Hildur sýna fram á fagurfræði hins daglega lífs, sem við hugsanlega tökum ekki eftir í amstri daganna, ef til vill vegna þess að sú fagurfræði er okkur svo gjörkunnug að við gleymum að horfa á hana og hættum þar af leiðandi að skynja hana. Horfum án þess að sjá. Í kringum okkur eiga sér sífellt stað atburðir sem eru í sjálfu sér stórkostlegir og á stundum nánast guðdómlegir, án þess að við beinum athygli okkar að þeim. Þannig gætum við misst af atvikum sem hafa afl til að veita okkur innblástur og endurnýjun í hversdagsleikanum, geta fyllt okkur nýrri tegund af fagurfræði. Hildur ljósmyndar iðulega rými innan heimilis eða fólk við daglega iðju sína og leitast í myndunum við að fanga augnablik þar sem viðvera manneskjunnar er sterk þrátt fyrir að hún sé stundum ekki innan ramma myndarinnar eða vart greinanleg. Með því opnast túlkunarmöguleikar um tilgang myndarinnar, en einnig gefst tækifæri til að einbeita sjón sinni að rýminu og hlutum innan þess og velta fyrir sér hvaða athafnir hafi átt sér stað eða eiga eftir að eiga sér stað. Reynsluheimur áhorfandans fær að njóta sína við að fylla upp í frásögn myndarinnar og hann fær frelsi til túlkunar eftir eigin höfði og hugarástandi. Hildur Margrétardóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 1999 og tók meistaragráðu í myndlist árið 2005 frá The Slade School of Fine Art, Englandi. Hún hefur haldið um tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á síðustu tíu árum. Auk ljósmyndaverka hefur hún gert bókverk, innsetningar, kvikmyndir og gjörninga. Myndirnar eru teknar á Hasselblad 500C, medium format. Sjá nánar á http://www.hildur.comSkotið er nýr sýningakostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Markmiðið með þessari nýjung er að kynna hina margvíslegu þætti ljósmyndunar, jafnt landslagsljósmyndun, portrettljósmyndun, blaðaljósmyndun eða ljósmyndun sem myndlist. Tilgangurinn er einnig að bjóða upp á aukið sýningarrými og gefa fleiri ljósmyndurum og listamönnum sem vinna með ljósmyndamiðilinn kost á að koma verkum sínum á framfæri. Ljósmyndunum er varpað úr skjávarpa á 150 x 190 cm stóran vegg og mynda flæði ljósmynda.
Lífið Menning Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira