Blikastúlkur í banastuði í Austurríki 14. ágúst 2006 11:30 Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Blikastelpurnar fóru rólega inní leikinn en það var mjög sólríkt og heitt meðan á leik stóð. Þrátt fyrir það réðu þær gangi leiksins frá byrjun. Riðillinn var spilaður í Austurríki en Breiðablik vann hann á stórglæsilegan hátt. Liðið skoraði fjórtán mörk í þremur leikjum og hélt Þóra B. Helgadóttir markinu hreinu í öllum leikjunum. Breiðablik hefur nú tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar en leikið verður í honum 12. - 19. september og mun liðið meðal annars mæta Evrópumeisturum Frankfurt. Breiðablik byrjaði keppnina á að vinna fjögurra marka sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1°Dezembro og þar á eftir vann það heimastúlkur í Neulengbach 3-0. Markahæsti leikmaður Breiðabliks í riðlinum í Austurríki var Erna Björk Sigurðardóttir en hún skoraði sex af mörkunum fjórtán. Það er þó ljóst að baráttan verður hörð þegar kemur að milliriðlinum og spennandi að sjá hvort Blikastúlkur nái að fylgja eftir árangrinum í Austurríki og komast í átta liða úrslit keppninnar. Auk Frankfurt og Breiðabliks verða í milliriðlinum finnsku meistararnir í HJK og Vitebsk sem eru meistarar í Hvíta-Rússlandi. Það kemur talsvert á óvart að Vitebsk skuli hafa náð að slá út ítölsku meistarana en þetta er frumraun liðsins í Evrópukeppninni. Íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Blikastelpurnar fóru rólega inní leikinn en það var mjög sólríkt og heitt meðan á leik stóð. Þrátt fyrir það réðu þær gangi leiksins frá byrjun. Riðillinn var spilaður í Austurríki en Breiðablik vann hann á stórglæsilegan hátt. Liðið skoraði fjórtán mörk í þremur leikjum og hélt Þóra B. Helgadóttir markinu hreinu í öllum leikjunum. Breiðablik hefur nú tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar en leikið verður í honum 12. - 19. september og mun liðið meðal annars mæta Evrópumeisturum Frankfurt. Breiðablik byrjaði keppnina á að vinna fjögurra marka sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1°Dezembro og þar á eftir vann það heimastúlkur í Neulengbach 3-0. Markahæsti leikmaður Breiðabliks í riðlinum í Austurríki var Erna Björk Sigurðardóttir en hún skoraði sex af mörkunum fjórtán. Það er þó ljóst að baráttan verður hörð þegar kemur að milliriðlinum og spennandi að sjá hvort Blikastúlkur nái að fylgja eftir árangrinum í Austurríki og komast í átta liða úrslit keppninnar. Auk Frankfurt og Breiðabliks verða í milliriðlinum finnsku meistararnir í HJK og Vitebsk sem eru meistarar í Hvíta-Rússlandi. Það kemur talsvert á óvart að Vitebsk skuli hafa náð að slá út ítölsku meistarana en þetta er frumraun liðsins í Evrópukeppninni.
Íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira