Blikastúlkur í banastuði í Austurríki 14. ágúst 2006 11:30 Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Blikastelpurnar fóru rólega inní leikinn en það var mjög sólríkt og heitt meðan á leik stóð. Þrátt fyrir það réðu þær gangi leiksins frá byrjun. Riðillinn var spilaður í Austurríki en Breiðablik vann hann á stórglæsilegan hátt. Liðið skoraði fjórtán mörk í þremur leikjum og hélt Þóra B. Helgadóttir markinu hreinu í öllum leikjunum. Breiðablik hefur nú tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar en leikið verður í honum 12. - 19. september og mun liðið meðal annars mæta Evrópumeisturum Frankfurt. Breiðablik byrjaði keppnina á að vinna fjögurra marka sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1°Dezembro og þar á eftir vann það heimastúlkur í Neulengbach 3-0. Markahæsti leikmaður Breiðabliks í riðlinum í Austurríki var Erna Björk Sigurðardóttir en hún skoraði sex af mörkunum fjórtán. Það er þó ljóst að baráttan verður hörð þegar kemur að milliriðlinum og spennandi að sjá hvort Blikastúlkur nái að fylgja eftir árangrinum í Austurríki og komast í átta liða úrslit keppninnar. Auk Frankfurt og Breiðabliks verða í milliriðlinum finnsku meistararnir í HJK og Vitebsk sem eru meistarar í Hvíta-Rússlandi. Það kemur talsvert á óvart að Vitebsk skuli hafa náð að slá út ítölsku meistarana en þetta er frumraun liðsins í Evrópukeppninni. Íþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks lék í gær sinn síðasta leik í riðlinum í Evrópukeppni félagsliða en hann var gegn meisturunum frá Norður-Írlandi, Newtownabbey. Blikastelpur áttu ekki í erfiðleikum í þeim leik og unnu sannfærandi 7-0 sigur. Þrír leikmenn skoruðu tvö mörk í þeim leik en það voru Fanndís Friðriksdóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir og Erna Björk Sigurðardóttir. Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði hitt markið en það var beint úr aukaspyrnu og var stórglæsilegt. Blikastelpurnar fóru rólega inní leikinn en það var mjög sólríkt og heitt meðan á leik stóð. Þrátt fyrir það réðu þær gangi leiksins frá byrjun. Riðillinn var spilaður í Austurríki en Breiðablik vann hann á stórglæsilegan hátt. Liðið skoraði fjórtán mörk í þremur leikjum og hélt Þóra B. Helgadóttir markinu hreinu í öllum leikjunum. Breiðablik hefur nú tryggt sér sæti í milliriðli keppninnar en leikið verður í honum 12. - 19. september og mun liðið meðal annars mæta Evrópumeisturum Frankfurt. Breiðablik byrjaði keppnina á að vinna fjögurra marka sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1°Dezembro og þar á eftir vann það heimastúlkur í Neulengbach 3-0. Markahæsti leikmaður Breiðabliks í riðlinum í Austurríki var Erna Björk Sigurðardóttir en hún skoraði sex af mörkunum fjórtán. Það er þó ljóst að baráttan verður hörð þegar kemur að milliriðlinum og spennandi að sjá hvort Blikastúlkur nái að fylgja eftir árangrinum í Austurríki og komast í átta liða úrslit keppninnar. Auk Frankfurt og Breiðabliks verða í milliriðlinum finnsku meistararnir í HJK og Vitebsk sem eru meistarar í Hvíta-Rússlandi. Það kemur talsvert á óvart að Vitebsk skuli hafa náð að slá út ítölsku meistarana en þetta er frumraun liðsins í Evrópukeppninni.
Íþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki