Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins 27. mars 2006 14:29 Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Alls komu um 870 manns til skráningar í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Klaustri, Vík, Skógum, Hvolsvelli og Hellu eftir að hafa fengið boð um að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss í Kötlu. Um 1200-1300 íbúar voru innan rýmingarsvæðisins, og er þetta því um 70% hlutfall of íbúum sem létu skrá sig á fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins. Þetta er í fyrsta sinn sem viðbrögð við Kötlugosi eru æfð vegna flóðahættu úr vestanverðum Mýrdalsjökli en æfð hefur verið í nokkur skipti rýming vegna flóðs úr Mýrdalsjökli austanverðum allt frá árinu 1974. Sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Rangárvallasýslu tóku virkan þátt í æfingunni, og sáu um að manna fjöldahjálparstöðvarnar. Starfsemin í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í almannavörnum og er unnin samkvæmt neyðarvarnakerfi félagsins. Skráningargögn eru keyrð saman við íbúaskrár til að upplýsingar liggi fyrir um hverra er saknað svo hægt sé að veita viðeigandi aðstoð. Þá fara upplýsingar einnig til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þangað sem vinir og vandamenn geta hringt og leitað fregna um afdrif ástvina sinna innan hættusvæðisins. "Samhæfing skiptir öllu máli í svona fjöldahjálparæfingu og það er nauðsynlegt að samræma allar áætlanir er varða viðbrögð við svona vá," sagði Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóra neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands og einn fulltrúa félagsins í Samhæfingarstöð. "Í kjölfarið verður unnið úr gögnum helgarinnar og sett fram heildstæð áætlun hvað snertir fjöldahjálparstöðvar með öllum deildum Rauða krossins á svæðinu." Flestir sem tóku þátt í æfingunni eru með fjöldahjálparstjóraréttindi og ganga því inn í verkefnin af þekkingu en geta einnig leiðbeint öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins sem koma til starfa í fjöldahjálparstöðvunum. HeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiða Katla Kötlufréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Alls komu um 870 manns til skráningar í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Klaustri, Vík, Skógum, Hvolsvelli og Hellu eftir að hafa fengið boð um að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss í Kötlu. Um 1200-1300 íbúar voru innan rýmingarsvæðisins, og er þetta því um 70% hlutfall of íbúum sem létu skrá sig á fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins. Þetta er í fyrsta sinn sem viðbrögð við Kötlugosi eru æfð vegna flóðahættu úr vestanverðum Mýrdalsjökli en æfð hefur verið í nokkur skipti rýming vegna flóðs úr Mýrdalsjökli austanverðum allt frá árinu 1974. Sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Rangárvallasýslu tóku virkan þátt í æfingunni, og sáu um að manna fjöldahjálparstöðvarnar. Starfsemin í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í almannavörnum og er unnin samkvæmt neyðarvarnakerfi félagsins. Skráningargögn eru keyrð saman við íbúaskrár til að upplýsingar liggi fyrir um hverra er saknað svo hægt sé að veita viðeigandi aðstoð. Þá fara upplýsingar einnig til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þangað sem vinir og vandamenn geta hringt og leitað fregna um afdrif ástvina sinna innan hættusvæðisins. "Samhæfing skiptir öllu máli í svona fjöldahjálparæfingu og það er nauðsynlegt að samræma allar áætlanir er varða viðbrögð við svona vá," sagði Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóra neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands og einn fulltrúa félagsins í Samhæfingarstöð. "Í kjölfarið verður unnið úr gögnum helgarinnar og sett fram heildstæð áætlun hvað snertir fjöldahjálparstöðvar með öllum deildum Rauða krossins á svæðinu." Flestir sem tóku þátt í æfingunni eru með fjöldahjálparstjóraréttindi og ganga því inn í verkefnin af þekkingu en geta einnig leiðbeint öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins sem koma til starfa í fjöldahjálparstöðvunum. HeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiða
Katla Kötlufréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira