Hátíðlegt við Hagatorg 16. desember 2006 11:00 Hulda Jónsdóttir fiðluleikari Leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveit Íslands. MYND/GVA Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta. Einleikari á tónleikunum nú er ungur fiðluleikari, Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníunnar. Hulda er aðeins fimmtán ára gömul og er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í Listaháskólann frá stofnun skólans en hún er á svokallaðri diplómabraut sem stofnuð var fyrir unga framúrskarandi hljóðfæraleikara. Hulda leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveitinni. „Þetta leggst ósköp vel í mig, þetta er mjög spennandi og mikill heiður fyrir mig,“ segir Hulda. „Ég leik verk eftir Wieniawski, Polonaise de concert op. 4. nr. 1 í D-dúr, sem er svona glansstykki, virtúósaverk sem sýnir til dæmis tæknilega getu hljóðfæraleikarans.“ Hulda leikur á fiðlu sem smíðuð var af Vincenzo Sannino í kringum árið 1920, en Victor Fetique gerði bogann. Hvort tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton-stofnuninni í Chic-ago. Á jólatónleikunum koma einnig fram nemendur úr Listdansskólanum og dansa við Hnotubrjót Tsjajkovskíjs. Danshöfundur og kennari stúlknanna er Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í klassískum listdansi við Listdansskóla Íslands. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir en stjórnandi Bernharður Wilkinson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en hinir síðari kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða haldnir í Háskólabíói í dag en sveitin hefur í rúman áratug kappkostað að koma landsmönnum í hátíðarskap með aðstoð góðra gesta. Einleikari á tónleikunum nú er ungur fiðluleikari, Hulda Jónsdóttir, sem stundar nám við Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara Sinfóníunnar. Hulda er aðeins fimmtán ára gömul og er yngsti nemandinn sem hefur verið tekinn inn í Listaháskólann frá stofnun skólans en hún er á svokallaðri diplómabraut sem stofnuð var fyrir unga framúrskarandi hljóðfæraleikara. Hulda leikur í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómsveitinni. „Þetta leggst ósköp vel í mig, þetta er mjög spennandi og mikill heiður fyrir mig,“ segir Hulda. „Ég leik verk eftir Wieniawski, Polonaise de concert op. 4. nr. 1 í D-dúr, sem er svona glansstykki, virtúósaverk sem sýnir til dæmis tæknilega getu hljóðfæraleikarans.“ Hulda leikur á fiðlu sem smíðuð var af Vincenzo Sannino í kringum árið 1920, en Victor Fetique gerði bogann. Hvort tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton-stofnuninni í Chic-ago. Á jólatónleikunum koma einnig fram nemendur úr Listdansskólanum og dansa við Hnotubrjót Tsjajkovskíjs. Danshöfundur og kennari stúlknanna er Sigríður Guðmundsdóttir, kennari í klassískum listdansi við Listdansskóla Íslands. Kynnir á tónleikunum er Margrét Örnólfsdóttir en stjórnandi Bernharður Wilkinson. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 en hinir síðari kl. 17. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sinfonia.is.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“