Tómas og kó í Dómó 10. nóvember 2006 14:30 Tómas R Einarsson tónlistarmaður Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. Í kvöld kallar Tómas hluta af sveit sinni saman og telur í á Dómó-barnum nýja, Þingholtsstræti 5. Hefst latínsveiflan á miðnætti. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina þeir Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófónn, Samúel J. Samúelsson básúna, Ómar Guðjónsson gítar, Einar V. Scheving trommur og slagverk og Eyþór Gunnarsson kóngatrommur. Þetta kvöld verður bara hitun fyrir alvöruslag: Hljómsveitin heldur til Kúbu í næstu viku og mun halda þar seinni útgáfutónleika vegna geisladisksins, þeir fyrri voru á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Þar syðra munu piltarnir leika í tónleikahöllinni Casa de la Música. Þar bætast í hópinn fimm Kúbverjar, eyjarskeggjar sem leika á disknum. Þeirra á meðal er trompetleikarinn Daniel "El Gordo" Ramos og tresgítarleikarinn César Hechevarría. Ekki hefur heyrst að íslenskar ferðaskrifstofur hyggist notfæra sér tækifærið og fljúga förmum af hrollköldum Íslendingum þangað suður þar sem sólin skín og rommið er drukkið ómælt, en gaman væri að vera þar fluga á vegg. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom. Í kvöld kallar Tómas hluta af sveit sinni saman og telur í á Dómó-barnum nýja, Þingholtsstræti 5. Hefst latínsveiflan á miðnætti. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina þeir Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófónn, Samúel J. Samúelsson básúna, Ómar Guðjónsson gítar, Einar V. Scheving trommur og slagverk og Eyþór Gunnarsson kóngatrommur. Þetta kvöld verður bara hitun fyrir alvöruslag: Hljómsveitin heldur til Kúbu í næstu viku og mun halda þar seinni útgáfutónleika vegna geisladisksins, þeir fyrri voru á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust. Þar syðra munu piltarnir leika í tónleikahöllinni Casa de la Música. Þar bætast í hópinn fimm Kúbverjar, eyjarskeggjar sem leika á disknum. Þeirra á meðal er trompetleikarinn Daniel "El Gordo" Ramos og tresgítarleikarinn César Hechevarría. Ekki hefur heyrst að íslenskar ferðaskrifstofur hyggist notfæra sér tækifærið og fljúga förmum af hrollköldum Íslendingum þangað suður þar sem sólin skín og rommið er drukkið ómælt, en gaman væri að vera þar fluga á vegg.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira