Lifrarbólgutilfellum fjölgar 7. október 2006 09:15 Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir segir ekki ásæðu til að óttast faraldur eins og varð á árunum 1989-1992. Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Rúmlega helmingur þeirra sem greinst hafa með lifrarbólgu B hér á landi eru innflytjendur, en lifrarbólgutilfellum hefur fjölgað á undanförnum árum. Aukning lifrarbólgutilfella endurspeglar því fjölgun innflytjenda. Þetta segir Haraldur Briem smitsjúkdómalæknir. Hann byggir orð sín á nýrri rannsókn um lifrarbólgu meðal innflytjenda sem hingað koma frá löndum utan EES svæðisins. Unnið var upp úr athugunum á blóðsýnum 2946 einstaklinga frá árunum 2000-2002. Af þeim voru 83 smitaðir af lifrabólgu B, þar af þrjú börn. Í ljósi þessara niðurstaða segir hann mikilvægt að halda skimun fyrir lifrarbólgu B áfram meðal þessa hóps. Hlutfall innflytjenda hafi þó verið mun minna þegar kom að greiningu á lifrarbólgu C en þeir voru einn tíundi þeirra sjúklinga sem greindust og var þeirri skimun því hætt árið 2003. „Það er alltaf verið að endurmeta hvað sé skynsamlegt í þessum málum. Ég tel að ef eitthvað er hægt að gera í málunum eins og er í tilfelli þeirra sem eru með lifrarbólgu B sé nauðsynlegt halda skimun áfram. Það þjónar hag þeirra sem greinast, mökum þeirra og börnum sem og samfélagsins í heild. Við lifrarbólgu C er aftur á móti lítið hægt að gera og því lítill tilgangur í að að skima eftir þeirri veiru,“ segir Haraldur. Í nýjasta tímariti Læknablaðsins er fjallað um rannsóknina. Í greininni kemur einnig fram að lifrarbólga B og C eru mikið heilsufarsvandamál í heiminum. Algengi hennar sé þó mjög mismunandi eftir landsvæðum. Hér á landi gekk lifrarbólga B í faraldri á árunum 1989-92. Haraldur segir þá aukningu sem nú er ekki gefa tilefni til að óttast að slíkur faraldur endurtaki sig. Sú fjölgun sem þá hafi orðið hafi einkum verið meðal sprautufíkla, en sjaldgæft er að innflytjendur sem hingað koma eigi við slíkan vanda að stríða.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira