Stjórnvöld ekki í stóriðju 7. október 2006 09:30 andri snær magnason, jón sigurðsson og illugi gunnarsson Húsfyllir var á fundinum sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir. Andri, Jón og Sigurður voru frummælendur og í lokin voru stuttar pallborðsumræður. MYND/GVA Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta. Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Tillögur auðlindanefndar sem snúa að gerð heildaráætlunar um nýtingu og vernd náttúruauðlinda á Íslandi verða kynntar í næstu viku, að því er kom fram í máli Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á fundi Samtaka iðnaðarins um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda, sem fram fór á fimmtudag. Frumvarp verður lagt fram í vetur sem byggir á þeirri vinnu sem fram fór í nefndinni og telur Jón líklegt að heildaráætlun um verndun og nýtingu auðlinda gæti legið fyrir árið 2009 eða 2010. Heildstæð nýtingar- og verndaráætlun sem alþingi fjallar um á nokkurra ára millibili og faglegt, gegnsætt valferli um umsóknir er það sem Jón sér fyrir sér sem meginstef framtíðarinnar. Á fundinum var mikið rætt um framkvæmdir í kringum álver og ítrekaði Jón að síðan árið 2003 hafi stjórnvöld dregið sig til baka sem þátttakendur. Þau verkefni sem nú eru helst á döfinni, við Húsavík, í Helguvík, og í Straumsvík, eru þannig á vegum heimamanna og undir stjórn þeirra og sjálfstæðra fyrirtækja en ekki undir forræði iðnaðarráðuneytisins. Kárahnjúkavirkjun og það sem henni tengist er eitt það síðasta sem tilheyrir gamla kerfinu. Illugi Gunnarsson hagfræðingur sagði velflesta nú komna á þá skoðun að stjórnvöld eigi ekki að standa í stóriðjurekstri. Hann dró fram og tók dæmi um tengsl umhverfisverndar og frjáls markaðar, þar sem fyrirtæki sjá sér hag í því að höfða til aukinnar umhverfisvitundar almennings. Andri Snær Magnason rithöfundur sagði hvata til umhverfisverndar skorta þegar orka væri gerð of ódýr og auðvelt að nálgast hana. Andri Snær varaði einnig sérstaklega við stækkun álvera. Það verður alltaf þrýstingur í átt til hagkvæmni stærðarinnar eins og sjá má hjá álverinu í Straumsvík sem segir, annað hvort stækkum við eða förum. Andri Snær telur tvímælalaust að fyrirtæki vilji reisa álver hérlendis með það gagngert fyrir augum að stækka seinna meir. Og það mun skapast gríðarlegur pólitískur þrýstingur á auðlindir okkar þegar álver vilja stækka og heimamenn styðja við þær kröfur. Það er verið að búa til þróun sem leiðir ekki til sátta.
Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira