Lífið

Rokkað feitt fyrir austan

Stefán Magnússon íþróttakennari sá um skipulagningu hátíðarinnar og hér er hann vígreifur ásamt Adda í Sólstöfum. Nafngift hátíðarinnar hefur vakið spurningar en Stefán segir engar sérstaka sögu liggja að baki, nafnið sé einfaldlega flott.
Stefán Magnússon íþróttakennari sá um skipulagningu hátíðarinnar og hér er hann vígreifur ásamt Adda í Sólstöfum. Nafngift hátíðarinnar hefur vakið spurningar en Stefán segir engar sérstaka sögu liggja að baki, nafnið sé einfaldlega flott. MYND/Elma Gunnarsdóttir
Tónlistarhátíðin Eistnaflug var haldið í Neskaupstað annað árið í röð um liðna helgi. Hátíðin var vel sótt og voru aðstandendur hennar hæstánægðir með það hvernig til tókst. Alls voru 18 hljómsveitir skráðar til leiks en sú frægasta þeirra, Fræbblarnir, boðaði veikindaforföll en það kom þó ekki að sök því hinar sveitirnar sautján voru fullfærar um að sjá um stuðið.

Voru þungarokksaðdáendur víðsvegar af landinu mættir austur til að fylgjast með viðburðinum enda ekki amalegt að leggja land undir fót og koma austur í sólskinið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×