Erlent

Orþódoxar deila

Harðvítugar deilur eru komnar upp í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Ísrael eftir að upp komst að Íreneus patríarki í Jerúsalem hefði lánað verðmæta kirkjumuni til landnema í austurhluta borgarinnar. 13 biskupar og 25 aðrir klerkar vilja að Íreneus segi af sér vegna málsins þar sem hann hafi með láninu á mununum blandað sér í deilur Ísraela og Palestínumanna. Íreneus segir sjálfur að mótstöðumenn sínir séu "ormar og rusl," og hyggst ekki gefa þumlung eftir í málinu. Sá sem ritaði undir leigusamninginn fyrir hönd Íreneusar er eftirlýstur af yfirvöldum í Grikklandi fyrir fjárdrátt og peningaþvætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×