Betri laun í Keflavík 13. september 2005 00:01 Í dag kemur til landsins Bandaríkjamaðurinn Jason Kalsow en hann er búinn að semja við Íslandsmeistaralið Keflavík í körfubolta. Kalsow var eftirsóttur leikmaður og Keflavík hafði betur í baráttunni við lið frá Þýskalandi og Danmörku um þjónustu hans. Það sem meira er greiðir Keflavík betur en lið frá þessum löndum, að því er Kalsow segir í viðtali við bandaríska blaðið Northwest Herald."Ég fékk betri samning í Keflavík og liðið er búið að vinna deildina tvö ár í röð," sagði Kalsow aðspurður um af hverju hann valdi Keflavík. Þessi ummæli Kalsows hljóta að vekja verulega athygli enda hefur hingað til verið mikið mun betur greitt í Þýskalandi og Danmörku en hér á landi. Þar að auki er launaþakið á Íslandi 500 þúsund krónur en góður maður í Þýskalandi hefur ríflega þau laun. Fréttablaðið hafði samband við Birgi Má Bragason, formann körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, og spurði hann að því hvernig Keflvíkingum tækist að slá við liðum frá Evrópu undir litla launaþakinu sem er við lýði hér á landi."Helvíti er verið að greiða lítið í Þýskalandi," sagði Birgir Már, sem greinilega var hissa á ummælum Kalsows. "Það er ekki hægt að segja að þetta sé dýr leikmaður en hann er með minni laun en Kanarnir sem voru hjá okkur í fyrra og aðeins betri laun en Makedóninn sem kemur líka til okkar. Það hjálpar okkur að fá ódýra Kana þar sem við erum í Evrópukeppni," sagði Birgir Már, sem var ófáanlegur til þess að gefa upp laun Kalsows en tók skýrt fram að Keflavík væri undir launaþakinu. Körfubolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Í dag kemur til landsins Bandaríkjamaðurinn Jason Kalsow en hann er búinn að semja við Íslandsmeistaralið Keflavík í körfubolta. Kalsow var eftirsóttur leikmaður og Keflavík hafði betur í baráttunni við lið frá Þýskalandi og Danmörku um þjónustu hans. Það sem meira er greiðir Keflavík betur en lið frá þessum löndum, að því er Kalsow segir í viðtali við bandaríska blaðið Northwest Herald."Ég fékk betri samning í Keflavík og liðið er búið að vinna deildina tvö ár í röð," sagði Kalsow aðspurður um af hverju hann valdi Keflavík. Þessi ummæli Kalsows hljóta að vekja verulega athygli enda hefur hingað til verið mikið mun betur greitt í Þýskalandi og Danmörku en hér á landi. Þar að auki er launaþakið á Íslandi 500 þúsund krónur en góður maður í Þýskalandi hefur ríflega þau laun. Fréttablaðið hafði samband við Birgi Má Bragason, formann körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, og spurði hann að því hvernig Keflvíkingum tækist að slá við liðum frá Evrópu undir litla launaþakinu sem er við lýði hér á landi."Helvíti er verið að greiða lítið í Þýskalandi," sagði Birgir Már, sem greinilega var hissa á ummælum Kalsows. "Það er ekki hægt að segja að þetta sé dýr leikmaður en hann er með minni laun en Kanarnir sem voru hjá okkur í fyrra og aðeins betri laun en Makedóninn sem kemur líka til okkar. Það hjálpar okkur að fá ódýra Kana þar sem við erum í Evrópukeppni," sagði Birgir Már, sem var ófáanlegur til þess að gefa upp laun Kalsows en tók skýrt fram að Keflavík væri undir launaþakinu.
Körfubolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira