Innlent

Mjólk hækkar um áramótin

Mjólkurvörur
Mjólkurvörur

Verð á mjólk og mjólkurvörum hækkar um áramót um leið og verð til bænda hækkar. Verðlagsnefnd búvara upplýsti fyrir helgi um samkomulag um breytingar á verði mjólkur og mjólkurvara. Verð til bænda hækkar um 2,9 prósent, eða um 1,28 krónur fyrir hvern mjólkurlítra.

"Og því samhliða mun verða verðbreyting á heildsöluverðum mjólkur og mjólkurafurða," segir á vef Landssambands kúabænda. Þar er hækkunin til neytenda einungis sögð lítilleg, eða frá 1,46 prósentum til 2,5 prósenta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×