Sport

Fékk leyfi vegna dauða bróður síns

Quentin Richardson syrgir bróðir sinn í Chicago um þessar mundir, eftir að hann var myrtur á hrottafenginn hátt í vikunni.
Quentin Richardson syrgir bróðir sinn í Chicago um þessar mundir, eftir að hann var myrtur á hrottafenginn hátt í vikunni. NordicPhotos/GettyImages
Bakvörðurinn Quentin Richardson hjá New York á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en hann hefur fengið tímabundið leyfi frá liðinu eftir að bróðir hans var myrtur í Chicago á dögunum. Bróðir hans, Lee Richardson, varð fyrir því óláni að verða á vegi miskunnarlausra ræningja sem hófu skothríð þegar þeir lögðu á flótta og lést Lee af skotsárum sínum. Árásarmennirnir náðust allir og hafa verið ákærðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×