Innlent

Mjólka tekin formlega til starfa

Landbúnaðarráðherra opnaði Mjólku, fyrstu einkareknu mjólkurstöðina á Íslandi í áratugi í morgun. Ráðherran segir íslensku mjólkina mikla gæðavöru í stöðugri sókn.

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók við fyrstu afurð hinnar nýju mjólkurstöðvar við opnun hennar í morgun, en það er fetaosturinn Léttfeti. Framleiðsla á ostinum hófst fyrir skömmu og hefur framleiðandinn verið að kynna hann fyrir matreiðslufólki á veitingahúsum og stóreldhúsum. Fyrst um sinn mun Mjólka einbeita sér að framleiðslu nokkurra tegunda af fetaosti, en stefnir að því að framleiða fleiri mjólkurvörur þegar fram líða stundir. Landbúnaðarráðherra fagnar þessum nýja einkarekna framleiðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×