Innlent

Skattbyrðin hefur tvöfaldast

Skattbyrði öryrkja hefur aukist mjög síðasta áratuginn samkvæmt nýrri rannsókn Stefáns Ólafssonar prófessors. Skattbyrði einhleypra öryrkja hefur farið úr sjö prósentum í sautján prósent, eða rúmlega tvöfaldast, og skattbyrði öryrkja í sambúð hefur aukist um 60 prósent.

Tekjur öryrkja eru lægri, sem hlutfall af tekjum þeirra landsmanna sem eru ekki öryrkjar, en gengur og gerist í öðrum vestrænum ríkjum. Hér eru tekjur öryrkja um sextíu og fimm prósent af tekjum annarra en það hlutfall fer upp í áttatíu til níutíu prósent í nágrannaríkjum okkar.

Öryrkjum hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Stefán segir þetta ekkert einsdæmi því þetta hafi byrjað í öðrum ríkjum upp úr 1980 og þróunin hafi verið tíu árum síðar á ferðinni hér. Helstu ástæður fjölgunarinnar eru tvær, annars vegar að fólk sem á við geðsjúkdóma að stríða er frekar skráð sem öryrkjar en áður og einnig fjölgar öryrkjum þegar atvinnuleysi eykst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×