Erlent

Aðstoð kemur víða að

Yfir fjörutíu lönd hafa boðið Bandaríkjamönnum aðstoð sína, meðal annars þau ríki sem verst urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni á öðrum degi jóla og önnur sem hingað til hafa ekki verið mjög elsk að ríkisstjórninni í Washington. "Við ættum ekki að gera ráð fyrir aðþessari hamfarir séu eitthvað léttvægari þó að Bandaríkin séu ríkasta og voldugasta land veraldar," sagði John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, í samtali við ástralska ríkisútvarpið í gær. Ástralir hafa lofað mestum peningum af þeim þjóðum sem búa í austurvegi, hálfum milljarði króna, en Japanar fylgja fast á eftir. Ríkisstjórn Singapúr hefur sent þrjár Chinook-þyrlur á vettvang. Fátækari þjóðir Asíu slá heldur ekki slöku við. Srí Lanka, sem varð illa úti í hamförunum 26. desember, hefur boðið tvær milljónir króna og ríkisstjórn Indónesíu, þar sem mannfallið var mest í flóðbylgjunni, er að hugleiða hvernig hún geti komið best að gagni. Á meðal þeirra landa sem boðið hafa fram aðstoð eru Rússland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Venesúela, Bretland, Holland og Kína en einnig hefur Atlantshafsbandalagið sagst vera til þjónustu reiðubúið. Meira að segja Kúbverjar segjast ætla að láta fé af hendi rakna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×