Lífið

Stórskemmtun til styrktar strætóstjóra

Góðgerðarskemmtun með glæsilegri kvölddagskrá og dansleik verður haldin n.k. laugardag á Broadway til styrktar Birni Hafsteinssyni, vagnstjóra hjá Strætó, sem slasaðist alvarlega fyrir skömmu í umferðarslysi í Reykjavík. Þar koma fram landskunnir skemmtikraftar, sem allir gefa vinnu sína. Skemmtunin hefst kl. 21. Kynnar kvöldsins eru Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttastjóri og rithöfundur og Edda Andrésdóttir fréttamaður. Dansarar frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru taka á móti gestum. Þeir sem koma fram á kvöldskemmtuninni eru:
  • Lögreglukórinn undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar
  • Strætókórinn undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar
  • Stefán Stefánsson tenorsöngvari
  • Hulda Gests söngkona
  • Ragnar Bjarnason
  • Þorgeir Ástvaldsson
  • Jónsi í Svörtum fötum
  • Árni Johnsen
  • André Bachmann
  • Þórhallur Sigurðsson(Laddi)
  • Hljómsveitin VAX
  • Mike pollock & Siggi sig,
  • Kalli Bjarni og hljómsveitin Þríund
  • Smack
  • Touch
  • Nylon
  • Hjálmar Hljómsveitin Tilþrif leikur fyrir dansi og lýkur dansleiknum kl.03:00. Allir listamennirnir sem koma fram gefa vinnu sína. Um kvöldið verður Fornbílaklúbburinn með flotta bíla fyrir utan Broadway. Heimir Karlsson, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2 heimsótti Björn á sjúkrahús og má horfa á viðtal Heimis með því að smella á hlekkinn hér að neðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.