Erlent

Fleiri fóstureyðingar en fæðingar

Fleiri fóstureyðingar eru í Rússlandi árlega en fæðingar, samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla. Rússar lifa skemur nú en á tímum kommúnistastjórnarinnar og þeir eru líka fátækari. Ástandið er nú þannig að ellilífeyrisþegar eru mun fleiri en börn og táningar. Í fyrra var einni komma sex milljónum fóstra eytt en aðeins ein og hálf milljón barna fædd, að sögn Vladimirs Kulakovs, varaforseta rússnesku læknaakademíunnar. Hann segir mikinn fjölda fóstureyðinga til viðbótar hvergi skráðann. Í viðtali við Rossiskaya Gazeta segir Kulakov að barneignir ýti fjölskyldum yfir fátæktarmörkin og því geti margir ekki leyft sér að eignast börn. Þessu til viðbótar deyja tólf börn af hverjum þúsund sem fæðast fyrir undir eins árs aldri, en það er fimm sinnum hærra hlutfall en hér á landi, samkvæmt rússneskum fjölmiðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×