Innlent

Kærð fyrir húsbrot

Ríkissaksóknari hefur gefið út á ákærur á hendur þremenningunum sem mótmæltu með skyrskvettum á alþjóðlegu álráðstefnunni á Hótel Nordica fyrir skemmstu. Ákæran beinist gegn þeim Ólafi Páli Sigurðssyni, Paul Gill og loks Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll. Þetta staðfestu lögmenn þeirra í samtali við Talstöðina í morgun.

Ennfremur er gerð skaðabótakrafa á hendur þremenningunum vegna skemmda sem grænleitt skyr þeirra er talið hafa valdið. Hljóðar bótakrafan upp á tæpar þrjár milljónir, eða tvær milljónir og sex hundruð þúsund rúm.

Að sögn lögmanns eins þremenningana mun bótakröfunni mótmælt af þeirra hálfu sem allt of hárri þegar málið verður þingfest á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×