Lífið

Hvalborgarar í Japan

MYND/AP
Japönsk skyndibitakeðja hefur ekki áhyggjur af því þótt Japanar séu harðlega gagnrýndir fyrir hvalveiðar og áform um að auka þær. Hefur skyndibitakeðjan, sem er á eynni Hokkaido, tekið upp á því að bjóða upp á sérstaka hvalborgara og segja forsvarmenn hennar að með þessari nýjung gefist tækifæri til að nýta hvalkjötsbirgðir landsmanna. Þannig er hægt að kaupa hrefnukjötsborgara á 240 krónur. Framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir hvalborgarann bragðast eins og blöndu af nautakjöti og fiski.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.