Grefur upp mannabein 30. maí 2005 00:01 Hildur segir starf fornleifafræðingsins fjölbreytt og skemmtilegt og vill ekki viðurkenna að það krefjist meiri þolinmæði en önnur störf. Sjálf hefur hún sérhæft sig í mannabeinarannsóknum og eyðir mestum tíma í að rannsaka gömul bein. "Þar sem Ísland er lítið er starf fornleifafræðinga hér mjög fjölbreytt og við göngum í öll verk. Ég er ekki lokuð inni á rannsóknarstofu allan daginn heldur tek ég líka þátt í uppgreftri og skráningu gagna," segir Hildur, sem vinnur um þessar mundir að stóru verkefni sem lýtur að heilsufarssögu Íslendinga. "Við rannsökum beinagrindur frá landnámi og fram á 19. öld og finnum alla þá sjúkdóma sem beinin gefa upplýsingar um. Undanfarið hefur verið unnið að uppgreftri á miðaldakirkjugarði á Hofstöðum í Mývatnssveit og í sumar á að grafa upp allan garðinn og rannsaka beinin betur. Þarna höfum við fundið ýmislegt áhugavert, til dæmis beinagrind sem er með illkynja krabbameinsæxli, en til eru afar fá dæmi um slíkt á svo gamalli beinagrind." Hildur segir að sér þyki ekki óþægilegt að meðhöndla gömul mannabein en segir mikilvægt að umgangast beinin af virðingu. "Það er líka mikilvægt að vera með vel afmarkaðar rannsóknarspurningar og vita svona nokkurn veginn að hverju verið er að leita. Þetta eru líkamsleifar raunverulegs fólks sem líklega væri sjálft ekki ánægt með að láta grafa sig upp. Mín réttlæting er sú að með beinarannsókninni fái þetta gleymda fólk tækifæri til að hjálpa sögunni og gera gagn." Atvinna Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hildur segir starf fornleifafræðingsins fjölbreytt og skemmtilegt og vill ekki viðurkenna að það krefjist meiri þolinmæði en önnur störf. Sjálf hefur hún sérhæft sig í mannabeinarannsóknum og eyðir mestum tíma í að rannsaka gömul bein. "Þar sem Ísland er lítið er starf fornleifafræðinga hér mjög fjölbreytt og við göngum í öll verk. Ég er ekki lokuð inni á rannsóknarstofu allan daginn heldur tek ég líka þátt í uppgreftri og skráningu gagna," segir Hildur, sem vinnur um þessar mundir að stóru verkefni sem lýtur að heilsufarssögu Íslendinga. "Við rannsökum beinagrindur frá landnámi og fram á 19. öld og finnum alla þá sjúkdóma sem beinin gefa upplýsingar um. Undanfarið hefur verið unnið að uppgreftri á miðaldakirkjugarði á Hofstöðum í Mývatnssveit og í sumar á að grafa upp allan garðinn og rannsaka beinin betur. Þarna höfum við fundið ýmislegt áhugavert, til dæmis beinagrind sem er með illkynja krabbameinsæxli, en til eru afar fá dæmi um slíkt á svo gamalli beinagrind." Hildur segir að sér þyki ekki óþægilegt að meðhöndla gömul mannabein en segir mikilvægt að umgangast beinin af virðingu. "Það er líka mikilvægt að vera með vel afmarkaðar rannsóknarspurningar og vita svona nokkurn veginn að hverju verið er að leita. Þetta eru líkamsleifar raunverulegs fólks sem líklega væri sjálft ekki ánægt með að láta grafa sig upp. Mín réttlæting er sú að með beinarannsókninni fái þetta gleymda fólk tækifæri til að hjálpa sögunni og gera gagn."
Atvinna Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira