Erlent

169 látnir samkvæmt yfirvöldum

Ríkissaksóknari í Úsbekistan lýsti því yfir í dag að 169 hefðu látið lífið í átökum mótmælenda og hermanna í borginni í Andijan í síðustu viku. Þetta er hæsta tala sem yfirvöld í landinu hafa látið hafa eftir sér um tölu fallinna en þó mun lægri tala en sjónarvottar áætla. Þeir segja mörg hundruð manns hafa fallið. Í gærkvöldi skutu hermenn enn að mótmælendum og eins að hópi fólks sem reyndi að flýja yfir til nágrannaríkisins Kirgistans. Að sögn yfirvalda þar í landi voru fjölmargir þeirra sem þangað komu með skotsár eftir árásir hers Úsbeka við landamærin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×