Erlent

Dómsuppsögunni frestað

Dómarinn í málinu gegn Mikhail Khodorkovsky mun ljúka dómsuppsögu í málinu á morgun. Hann kvað upp dóm í fjórum atriðum af þeim sjö sem Khodorkovsky er ákærður fyrir í morgun og fann olíujöfurinn sekan af öllum ákæruatriðum, þ.e. fyrir þjófnað, skattsvik, brot á eignarétti og fyrir að hunsa dómsúrskurð. Khodorkovsky hefur nú setið í fangelsi frá því í október árið 2003 en milljarðamæringurinn, sem var á tímabili ríkasti Rússinn, hefur þurft að horfa á veldi sitt, sem byggðist í kringum Yukos-olíufélagið, hrynja til grunna úr fangelsi. Margir túlka handtöku hans svo að Pútín Rússlandsforseti hafi með handtökunni verið að binda enda á pólitísk áhrif hans í landinu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×