Skótískan fer illa með fætur 10. maí 2005 00:01 "Helstu vandamál fólks eru líkþorn, sveppir, niðurgrónar neglur og vörtur," segja Hildur Jakobsdóttir fótaaðgerðafræðingur sem ásamt starfssystur sinni Ólöfu Högnadóttur rekur fótaaðgerðastofu í Spönginni í Grafarvogi. "Svo er ekki síður mikilvægt að veita ráðgjöf varðandi skófatnað og sokka, og meta þörf á innleggjum, en forvarnir eru einmitt mjög mikilvægar í þessu sem öðru." Þær segja þörfina fyrir fótaaðgerðafræðinga mikla og langt í frá að einungis eldra fólk þurfi á þessari þjónustu að halda. "Hér kemur fólk frá tveggja ára aldri og upp í nírætt. Það var meira að segja nýlega hjá okkur níu mánaða barn, en neglur ungbarna eru oft svo þunnar og flatar og vaxa þannig að það þarf að grípa inn í." Meðferð á fótum getur tekið nokkurn tíma þótt stundum sé einn tími nóg. "Líkþorn koma til dæmis eftir álag á fótinn í langan tíma og þau verður að skera af og létta svo álaginu á viðkomandi stað. Inngrónar neglur þarf oft að spengja svo þær geti vaxið eðlilega og allt getur þetta tekið nokkur skipti." Hildur og Ólöf segja skótískuna eins og hún hefur verið undanfarin misseri hræðilega fyrir fæturna. "Támjóir skór fara mjög illa með fæturna, maður getur bara ímyndað sér ef höndunum væri troðið ofan í hanska sem væru svona í laginu hvernig það færi með þær. Um 80% vandamála sem snerta fætur stafa af röngum skófatnaði. Það getur svo undið upp á sig og valdið áframhaldandi vandamálum í ökklum eða hnjám," segir Ólöf. En hvenær er þörf á að leita til fótaaðgerðafræðings? "Fólk hefur tilhneigingu til að vanrækja á sér fæturna. Þeir sem eru aktívir í daglegu lífi þurfa að hugsa vel um fæturna og bara að vera þreyttur í fótunum er næg ástæða til að koma og fá ráðleggingar." Þær stöllur segjast þó verða varar við aukningu, ekki síst þegar vorar. "Þá koma þeir sem sjást ekki reglulega, fólk sem vill hafa flotta fætur í sandalana. En fótaaðgerðir geta skipt sköpum um líðan fólks og ástæða til að hvetja fólk til að láta ekki fæturna mæta afgangi þegar það vill gera vel við sig." Heilsa Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Helstu vandamál fólks eru líkþorn, sveppir, niðurgrónar neglur og vörtur," segja Hildur Jakobsdóttir fótaaðgerðafræðingur sem ásamt starfssystur sinni Ólöfu Högnadóttur rekur fótaaðgerðastofu í Spönginni í Grafarvogi. "Svo er ekki síður mikilvægt að veita ráðgjöf varðandi skófatnað og sokka, og meta þörf á innleggjum, en forvarnir eru einmitt mjög mikilvægar í þessu sem öðru." Þær segja þörfina fyrir fótaaðgerðafræðinga mikla og langt í frá að einungis eldra fólk þurfi á þessari þjónustu að halda. "Hér kemur fólk frá tveggja ára aldri og upp í nírætt. Það var meira að segja nýlega hjá okkur níu mánaða barn, en neglur ungbarna eru oft svo þunnar og flatar og vaxa þannig að það þarf að grípa inn í." Meðferð á fótum getur tekið nokkurn tíma þótt stundum sé einn tími nóg. "Líkþorn koma til dæmis eftir álag á fótinn í langan tíma og þau verður að skera af og létta svo álaginu á viðkomandi stað. Inngrónar neglur þarf oft að spengja svo þær geti vaxið eðlilega og allt getur þetta tekið nokkur skipti." Hildur og Ólöf segja skótískuna eins og hún hefur verið undanfarin misseri hræðilega fyrir fæturna. "Támjóir skór fara mjög illa með fæturna, maður getur bara ímyndað sér ef höndunum væri troðið ofan í hanska sem væru svona í laginu hvernig það færi með þær. Um 80% vandamála sem snerta fætur stafa af röngum skófatnaði. Það getur svo undið upp á sig og valdið áframhaldandi vandamálum í ökklum eða hnjám," segir Ólöf. En hvenær er þörf á að leita til fótaaðgerðafræðings? "Fólk hefur tilhneigingu til að vanrækja á sér fæturna. Þeir sem eru aktívir í daglegu lífi þurfa að hugsa vel um fæturna og bara að vera þreyttur í fótunum er næg ástæða til að koma og fá ráðleggingar." Þær stöllur segjast þó verða varar við aukningu, ekki síst þegar vorar. "Þá koma þeir sem sjást ekki reglulega, fólk sem vill hafa flotta fætur í sandalana. En fótaaðgerðir geta skipt sköpum um líðan fólks og ástæða til að hvetja fólk til að láta ekki fæturna mæta afgangi þegar það vill gera vel við sig."
Heilsa Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira