Tony Blair hvattur til afsagnar 8. maí 2005 00:01 Þótt aðeins séu þrír dagar liðnir frá kosningunum í Bretlandi eru samflokksmenn Tony Blair þegar farnir að leggja að honum að segja af sér. Strax hefur slegið í brýnu á milli þeirra Gordon Brown fjármálaráðherra. Það fækkaði um 94 þingmenn í þingflokki Verkamannaflokksins eftir kosningarnar á fimmtudaginn en flokkurinn hefur nú aðeins 67 sæta meirihluta. Sá meirihluti getur reynst of naumur í umdeildum málum ef litið er til þess hversu margir þingmenn sem hafa verið Tony Blair óþægir ljáir í þúfu náðu endurkjöri. Nú eru margir þessara manna þegar farnir að knýja á um afsögn forsætisráðherrans. Í útvarpsviðtali við BBC í gær kvaðst Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, vera þeirrar skoðunar að Verkamannaflokkurinn hefði sigrað í kosningunum þrátt fyrir Blair en ekki vegna hans. Cook, sem hætti í ríkisstjórninni í mótmælaskyni við innrásina í Írak, sagði að Blair ætti að hugsa vandlega um hvort nú væri ekki rétti tíminn til að láta öðrum leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum eftir. Í svipaðan streng tóku þingmennirnir John Austin og Jeremy Corbyn, svo og Frank Dobson, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra, sem sagði Blair hafa verið bagga á flokknum í kosningunum í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina. Aðrir þingmenn komu Blair til varnar, til dæmis David Blunkett sem er orðinn ráðherra á ný, og Tessa Jowell, menningarmálaráðherra. Það er því ljóst að forsætisráðherrann er orðinn enn umdeildari í eigin flokki. Blair hefur ekki enn svarað gagnrýni samflokksmanna sinna en einn talsmanna hans sagði að yfirlýsing hans frá því í september um að hann sæti út kjörtímabilið stæði óbreytt. The Observer hermir að í innsta hring stuðningsmanna Blair sé rætt um að hann láti af embætti á flokksþingi Verkamannaflokksins árið 2008. Blaðið greindi jafnframt frá því að til snarpra orðaskipta hefði komið á milli þeirra Tony Blair og Gordon Brown vegna skipunar Andrew Adonis sem aðstoðarmann Ruth Kelly menntamálaráðherra. Brown lagðist eindregið gegn skipuninni og virtist Blair ætla að láta í minni pokann. Erlent Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Þótt aðeins séu þrír dagar liðnir frá kosningunum í Bretlandi eru samflokksmenn Tony Blair þegar farnir að leggja að honum að segja af sér. Strax hefur slegið í brýnu á milli þeirra Gordon Brown fjármálaráðherra. Það fækkaði um 94 þingmenn í þingflokki Verkamannaflokksins eftir kosningarnar á fimmtudaginn en flokkurinn hefur nú aðeins 67 sæta meirihluta. Sá meirihluti getur reynst of naumur í umdeildum málum ef litið er til þess hversu margir þingmenn sem hafa verið Tony Blair óþægir ljáir í þúfu náðu endurkjöri. Nú eru margir þessara manna þegar farnir að knýja á um afsögn forsætisráðherrans. Í útvarpsviðtali við BBC í gær kvaðst Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra, vera þeirrar skoðunar að Verkamannaflokkurinn hefði sigrað í kosningunum þrátt fyrir Blair en ekki vegna hans. Cook, sem hætti í ríkisstjórninni í mótmælaskyni við innrásina í Írak, sagði að Blair ætti að hugsa vandlega um hvort nú væri ekki rétti tíminn til að láta öðrum leiðtogaembættið í Verkamannaflokknum eftir. Í svipaðan streng tóku þingmennirnir John Austin og Jeremy Corbyn, svo og Frank Dobson, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra, sem sagði Blair hafa verið bagga á flokknum í kosningunum í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina. Aðrir þingmenn komu Blair til varnar, til dæmis David Blunkett sem er orðinn ráðherra á ný, og Tessa Jowell, menningarmálaráðherra. Það er því ljóst að forsætisráðherrann er orðinn enn umdeildari í eigin flokki. Blair hefur ekki enn svarað gagnrýni samflokksmanna sinna en einn talsmanna hans sagði að yfirlýsing hans frá því í september um að hann sæti út kjörtímabilið stæði óbreytt. The Observer hermir að í innsta hring stuðningsmanna Blair sé rætt um að hann láti af embætti á flokksþingi Verkamannaflokksins árið 2008. Blaðið greindi jafnframt frá því að til snarpra orðaskipta hefði komið á milli þeirra Tony Blair og Gordon Brown vegna skipunar Andrew Adonis sem aðstoðarmann Ruth Kelly menntamálaráðherra. Brown lagðist eindregið gegn skipuninni og virtist Blair ætla að láta í minni pokann.
Erlent Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira