Erlent

Kvartmilljón mótmælti

250 þúsund manns mótmæltu stefnu stjórnvalda á fjöldafundi helsta stjórnarandstöðuflokksins í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu í gær. Hailu Shawel, formaður Bandalags einingar og lýðræðis, hét því að fjölga störfum og glæða efnahag landsins lífi þegar hann ávarpaði fundarmenn, viku fyrir þingkosningar sem fram fara næsta sunnudag. Fundargestir gagnrýndu stjórnvöld fyrir að vinna ekki bug á fátækt og ganga illa við að sjá landsmönnum fyrir heilbrigðisþjónustu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×