Erlent

Kosningar í Palestínu

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í fjölda bæja á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær. Úrslit þeirra þykja gefa fyrirheit um lyktir þingkosninganna sem haldnar verða í júlí. Kosið var í 84 sveitarfélögum og var kjörsókn allgóð; 70 prósent á Vesturbakkanum en 80 á Gazaströndinni. Fyrstu útgönguspár benda til þess að Hamas-hreyfingin hafi sótt verulega í sig veðrið þótt Fatah-hreyfing Mahmoud Abbas sé ennþá stærsti flokkurinn. Verði niðurstöður þingkosninganna eitthvað í líkingu við þetta er ljóst að Abbas þarf samt að hafa áhyggjur af stöðu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×