Erlent

Hörð átök í Afganistan

MYND/AP
Sjötíu manns hafa fallið í átökum í suðurhluta Afganistans síðustu þrjá daga. Bandaríkjaher segir að 40 talibanar og einn afganskur lögreglumaður hafi látist í átökum í héraðinu Zabul á þriðjudag í mannskæðusutu bardögum í landinu í níu mánuði. Sex bandarískir hermenn og fimm afganskir lögreglumenn særðust í átökunum. Þá greina bandarísk yfirvöld einnig frá því að níu afganskir hermenn og 20 uppreisnarmenn fallið í bardaga í Kandahar á miðvikudag. Átökin eru með þeim hörðustu sem orðið hafa í landinu frá falli talibanastjórnarinnar árið 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×