Erlent

Kosið í Bretlandi í dag

Kjörstaðir voru opnaðir á Bretlandi fyrir nokkrum stundum en ekki er búist við mjög mikilli kjörsókn. Verkamannaflokkurinn virðist heldur hafa bætt við sig fylgi á lokaspretti kosningabaráttunnar í Bretlandi og er bilið á milli hans og Íhaldsflokksins í könnunum frá sex og upp í tíu prósent. Tony Blair, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, leggur áherslu á gott efnahagsástand en Íraksstríðið hefur tröllriðið umræðunni undanfarna daga og næsta víst að margir kjósendur Verkamannaflokksins sitja heima í mótmælaskyni við stefnu Blairs. Miðað við kannanir sem birtar voru í dag má Blair þó búast við á milli 100 og 130 sæta meirihluta sem gerði honum kleift að koma stefnumálum sínum nokkuð vandræðalítið í gegnum þingið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×