Erlent

Blair með pálmann í höndunum

Bretar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýtt þing. Þótt allt útlit sé fyrir öruggan sigur Verkamannaflokksins hefur lokasprettur kosningabaráttunnar verið snarpur. Tony Blair forsætisráðherra varaði í gær stuðningsmenn Verkamannaflokksins við værukærð og sagðist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef íhaldsmenn kæmust til valda. Michael Howard, leiðtogi þeirra, sagði hins vegar að "nýr kafli vonar" myndi hefjast í sögu landsins næði hann kjöri. Skoðanakönnun sem birt var í dagblaðinu The Times í gær sýnir að Verkmannaflokkurinn fengi 41 prósent atkvæða, íhaldsmenn 27 prósent og frjálslyndir demókratar 23 prósent. Þetta er versta útreið íhaldsmanna í könnunum fyrir þessar kosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×