Erlent

Handtóku frænda Saddams

Íröksk yfirvöld greindu frá því í dag að þau hefðu handsamað frænda Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, en hann er grunaður um vera í hópi uppreisnarmanna í landinu. Aymen Sab'awi var handtekinn nærri Tíkrít, heimabæ Saddams, ásamt nokkrum öðrum uppreisnarmönnum og höfðu þeir sprengiefni í fórum sínum. Faðir Sab'awis, Sab'awi Ibrahim al-Hassan, var gripinn í febrúar nærri landamærunum að Sýrlandi en honum er einnig gefið að sök að styðja og koma að árásum uppreisnarmanna í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×