Erlent

Aldrei minni stuðningur við innrás

MYND/AP
Nærri sextíu prósent Bandaríkjamanna telja það hafa verið mistök að ráðast inn í Írak, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup, CNN og USA Today. Stuðningur við innrásina hefur aldrei mælst minni í Bandaríkjunum. 56 prósent landsmanna telja að ástandið á Bandaríkjaher í Írak nú sé slæmt og er það einnig mun hærra hlutfall en í fyrri könnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×