Erlent

Vaknaði úr dái eftir 10 ár

Bandarískur slökkviliðsmaður, sem hafði verið í dái í næstum því tíu ár, hefur náð undraverðum bata. Slökkviliðsmaðurinn hafði setið þögull í hjólastól sínum svo árum skipti eftir að hafa lent undir braki byggingar og slasast alvarlega þegar þak sem hann var að reyna að slökkva í hrundi árið 1995. Á laugardaginn kom maðurinn hins vegar öllum á óvart og bað um að fá að tala við konuna sína. Næstu fjórtán klukkutímana spjallaði maðurinn við konuna sína, fjóra syni og vini og fékk að frétta hvað hafði gerst í heiminum undanfarin tíu ár. Að því loknu svaf hann í meira en þrjátíu klukkutíma og hefur ekki náð alveg sama krafti síðan en getur samt talað. Síðar í dag verður haldinn blaðamannafundur þar sem greint verður nánar frá ástandi mannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×