Erlent

Stuðningur fer vaxandi

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vel gangi hjá þeim sem berjast fyrir því að Frakkar samþykki nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum í lok mánaðarins. Samkvæmt þessum könnunum ætla á bilinu 48-52% að segja já í kosningunum og er það í fyrsta skipti sem já-hliðin hefur meirihluta síðan um miðjan mars. Franska ríkisstjórnin hefur kostað miklu til í kynningarherferð sinni og ljóst er að baráttan mun enn harðna á næstu vikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×