Erlent

Rúta í árekstri við lest

35 manns biðu bana þegar farþegalest ók á rútu skammt utan við Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í gær. Yfir 60 manns slösuðust, sumir þeirra alvarlega. Svo virðist sem bílstjóri rútunnar hafi verið í einhvers konar kappakstri við starfsbróður sinn á annarri rútu og ók því afar hratt. Þegar kom að mótum vegarins og teinanna ók rútan yfir rétt áður en hlið þeirra lokuðust en í sama vetfangi kom lestin á fleygiferð. Við áreksturinn splundraðist rútan í smátt og lá farangur farþeganna eins og hráviði á veginum. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í nágrenninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×