Sport

Vinátta yfirskrift leiksins

Mínútu þögn verður fyrir leik Liverpool og Juventus á Anfield í kvöld til að minnast þeirra 39 sem létust á Heysel-leikvanginum í Brüssel fyrir 20 árum þegar þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða. Í kjölfarið fengu ensk félagslið ekki að taka þátt í Evrópukeppnum í fimm ár. Hver einasti stuðningsmaður Juventus sem kemur á Anfield fær armband sem er í litum Liverpool og Juventus með áletruninni „vinátta“, bæði á ensku og ítölsku. Þá ætla stuðningsmenn Liverpool að búa til mósaíkmynd í stúkunni með áletruninni „vinátta“. Markahrókurinn Ian Rush, sem lék bæði með Liverpool og Juventus á sínum tíma, ætlar að klæðast treyju sem verður tvískipt og í litum beggja félaga. Fabio Capello, stjóri Juventus, var blaðamaður á leiknum örlagaríka fyrir 20 árum og hann segist mjög ánægur með hvernig félögin hafa tekið höndum saman við undirbúning leiksins. Leikur liðanna verður sýndur beint á Sýn kl. 18.45. Lyon og PSV Eindhoven mætast í Frakklandi en leikurinn liðanna verður sýndur beint á Sýn 2 klukkan 18.45 og svo á Sýn strax að loknum leik Liverpool og Juventus. Þetta er í fyrsta skipti sem Lyon og Eindhoven mætast í Evrópuleik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×